05 júlí, 2005

Humarhátíð 2005

Þá er önnur humarhátíð komin í safnið... Þetta er orðinn fastur liður hjá kallinum. Í fyrsta lagi eru Hornfirðingar bara fjári duglegir að setja saman massaðan viðburð... Og svo er náttúrulega tekið á móti manni eins og um kóngi hjá húsráðendum hér. Svanný og Ronni eðalhjón kunna sko svo sannarlega að taka við gestum. Held þau hafi toppað síðustu humarhátíð núna! Enda var innihátíðin svo fjörug að það kom ekkert að sök þótt hin væri frekar róleg. Gagnstætt öllum fregnum var fyrirtaks veður á Höfn þessa helgi, það kom bara smá skot í restina sem náði í fréttirnar. Baldur og Sandra drifu sig austur og tóku þátt í gleðskapnum, en þarna djömmuðu þrjár kynslóðir af hjartans list og lystin var sko í góðu lagi! Takk fyrir okkur kæru gestjafar, börn, barnabörn, vinir, ferðafélagar og Hornfirðingar... Ég býst við að ég verði að rekja þetta í lengra máli og ætla að skjóta inn myndum frá herlegheitunum líka.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir hólið Svanný

Nafnlaus sagði...

Iss, þið hefðuð ekki tekið eftir því þó það hefði rignt froskum :D

Nafnlaus sagði...

Btw.... kúl síða ;)

Ólafur Kr. Ólafsson sagði...

Úbbz... sést það? Ég sem reyndi að filtera úr verstu sukkmyndirnar!

Nafnlaus sagði...

myndir myndir langar að sjá myndir ...er bara ein mynd eller hvad ?????