Fyrsta Þorgautsstaðaferð sumarsins
Á sveitasetri fjölskyldunnar tók ættmóðirin á móti fullorðna fólkinu með hressandi Jaegermeister og varð úr veisla sem entist fram á sunnudagskvöld. Unga fólkið fór í rannsóknarleiðangur um Hvítársíðu, skoðaðir voru Hraun- og Barnafossar og svo sundlaugin í Húsafelli. Spilamennska var ástunduð af þvílíku kappi að ekki þótti fært annað en að láta alla spilarana takast í hendur að leikslokum. Það gekk illa að koma mannskapnum í bæinn, enda tæpast ásættanlegt að leggja niður spilin áður en ljóst væri hver hrósaði sigri. Að lokum gerði Sunneva það, en hinir og þessir leikmenn tuldruðu enn í barminn þegar yfir lauk. Þrátt fyrir smá votviðri á köflum var töluvert slegið þessa helgi og rakað í múga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli