15 júlí, 2005

Aftur Þorgautsstaðir!

Þessi ferð var kannski ekki eins fjölmenn eða frækileg og sú fyrri, en þess meiri friður og sæla. Hver sinnti sínum hugðarefnum á milli þess að safnast var saman til veisluhalda og veitingarnar auðvitað ekki af verra taginu. Eins og sést út um eldhússgluggann var veðrið að mestu alveg frábært, enda var nýja sláttuorfið vígt á sunnudaginn. Sóleyjunum var auðvitað þyrmt!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ bró, Frétti af síðunni þinni og kíkti (ekkert verið að láta mann vita :( ) Frábært framtak, kominn tími til að fá að vera soldið oní þínum koppi og þinna. Djö.. flottar stelpurnar okkar, og gaman að fá fréttir ofanað. (Við erum að stefna á að koma þar við í næstu viku). Kveðja frá fjölsk.í Kotárgerðinu.