Meira frá humarhátíðinni
Hérna koma fleiri myndir frá Humarhátíðinni miklu... Ásla stillti sér t.d. glaðbeitt upp með þetta nýveidda, léttgrillaða skrímsli sem var í boði Nonna bróður Ronna. Við droppuðum við þar án þess að gera boð á undan okkur og sjá... Þar kraumaði úrvals humarsúpa á hlóðum undir vökulum augum húsmóðurinnar, háir hraukar af risahumrum voru að hlýna á tveimur grillum, ekta sangría hússins var mixuð af húsbóndanum og boðið upp á eðalhvítvín og dularfullt blátt hanastél. Það varð ENGINN svangur þessa helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli