Frænkupartý hjá ömmu Stefönu
Júlíu frænku var fagnað með frænkupartýi á Hávallagötunni þegar hún kom til baka eftir langa Ástralíuvist. Góðu fréttirnar eru að hún hefur bara þrifist vel í Lengstniðrilandi... En þær slæmu að hún hyggst fara aftur þangað! Kínamatur var sóttur og snæddur, og síðan fóru fram aðalfundarstörf frænkuklúbbsins sem auðvitað eru svo leynileg að ekkert hefur heyrst af þeim. Af myndum má dæma að þetta hafi allt farið vel fram og framtíð félagsskaparins mun aldrei hafa verið bjartari.
1 ummæli:
Kæri frændi,
til hamingju með frábæru bloggsíðuna þína. Mjög vel uppsett, skemmtileg og flott í alla staði. Fimm stjörnur.
Það var kátt í koti þegar Júlía litla frænka reis upp frá ... Nú þarf bara að krossfesta hana vel hérna á Íslandi svo hún stígi ekki aftur þangað niður fæti.
Hvítárssíðan bíður stórfjölskyldunnar um Verslunarmannahelgina með rafmögnuðum herlegheitum og hlakka ég mikið til þess að hitta þig, kæri frændi, og alla fjölskylduna.
Með þéttu bangsafaðmlagi og tilheyrandi yl frá hjartanu,
María
Skrifa ummæli