18 mars, 2011

Holtin í Eyjahrepp á Snæfellsnesi

Amma kenndi mér þessa gömlu vísu þegar ég var krakki... Og ég legg hana hér inn svo hún fyrnist ekki

Fimm eru Holt í Eyhrepp út.
Innir bragur slakur.
Eru kennd við Hross og Hrút
Hömlu, Söðul, Akur.

Það væri gaman að vita hvort einhver annar kannast við þetta. Einhvers staðar sá ég "eru kennd við HRÓK og Hrút..."

Amma hét María Ásmundsdóttir og var frá Krossum í Staðarsveit á Snæfellsnesi.

1 ummæli:

Ólafur sagði...

Ég fór með vísuna fyrir Einar Ólafsson óðalsbónda í Söðulsholti. Hann vildi hafa aðra línuna svona: 'Innir maður spakur'