10 september, 2005

Hópreið vinnufélaga

Það var tekið til þess hvað kappinn sýndi fallega ásetu og hafði góða stjórn á fáknum. Það leyndi sér ekki að hér var á ferð vanur hestamaður. Hópurinn reið af stað og reiðmaðurinn mikli sýndi áfram nokkuð góða takta. Klárinn reyndist ljónviljugur og töltið var ágætt. Í ljós kom að það vantaði reyndar á hann stopptakkann og sem betur fer voru reiðfélagarnir úr augsýn þegar hnakkurinn fór undir kvið í miðri örvæntingarfullri tilraun knapans til að fá hófaljónið til að hinkra ögn eftir hinum. Ég sat keikur í hnakknum þegar þau birtust og sást ekki annað en allt væri í besta lagi. Smá ferðaryk á baki, rassi og öxl, hvað eru slíkir smámunir þegar riðið er út. Nú síðan var grillað og sötrað, sungið og tjúttað eins og lög gera ráð fyrir í starfsmannadjammi. Allir komust ósárir heim og harðsperrurnar eftir átökin við powerhrossið smá dvínuðu næstu vikuna. Sjáið fleiri myndir í myndadæminu.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

myndarlegur knapi með gulann baukapoka :)
Svanný

Nafnlaus sagði...

voða sætur óli minn... :) en hvernig væri að blogga :D

Nafnlaus sagði...

ætlar þessi útreið vinnufélaganna ekki að enda ......shitt ég væri alveg orðin aum mar....gleðileg jól sæti.....:)

Maria sagði...

Óli, ekki furða að þú kvartir undan framtaksleysi hjá mér. Ég er farin að blogga á shankoland.blogspot.com breyttu hlekknum bara.

Knús, þín frænka og vinkona ávallt og ekkert annað,

Maria

cristaft19475299 sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Alexei Martins sagði...

Thanks Ólafur!!!!
Oh google??This is so Cool!!!!!Love your blog...well I don't understand Icelandic...hehe...but i'm a great Björk fan, i'd love to go to Iceland some day, for me Iceland it's like a special place in this world...and inspired me a lot!!!!

Thanks for the kind words!
-Alexei

Ólafur Kr. Ólafsson sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Ólafur Kr. Ólafsson sagði...