16 júní, 2005

Einn svolítið montinn núna

Nú verð ég að fara að dusta rykið af jakkafötunum því á morgun ætlar borgarstjórinn í Reykjavík að heiðra uppáhalds kennslukonuna mína. Hún fær hvatningarverðlaun Menntaráðs fyrir hina frábæru kokkakeppni Rimaskóla sem hún hefur staðið fyrir undanfarin tvö ár við mikinn fögnuð aðstandenda. Sjáið nánar um kokkakeppnina hérna og um verðlaunin hérna. Fylgist þið bara með... Þessi stelpa á sko ýmislegt fleira í pokahorninu!

Fyrst ég er að tala um hana Áslu mína get ég ekki stillt mig um að sýna ykkur frá fertugsafmælinu hennar sem var auðvitað haldið með stæl... Sjáið bara hvað hún var fín!

Engin ummæli: